Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák 2017

Breiðabliks-stúkunni

1.-9. apríl 2017Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák fer  1.-9. apríl nk. Teflt er í Breiðabliks-stúkunni í Kópavogi. Tefldar verða níu umferðir eftir svissneska kerfinu.

Verðlaun í áskorendaflokki eru sem hér segir: 

 1. 75.000 kr.
 2. 45.000 kr.
 3. 30.000 kr. 

Verðlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verðlaunasætum í áskorendaflokki. Tvö efstu sætin gefa keppnisrétt í landsliðsflokki í ár sem fram fer á Hafnarfirði, 10.-20. maí nk.

Séu menn jafnir ræður stigaútreikningur.

Stigaútreikningur

 1. Innbyrðis úrslit þeirra sem eru jafnir
 2. Fleiri vinningsskákir
 3. Flestar skákir með svörtu (ótefldar tefljast tefldar með hvítu)
 4. Median Buchols

Tímamörk

Áskorendaflokkur: 90 mínútur + 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúnda viðbótartími eftir hvern leik.


Dagskrá: 

 1. umferð, laugardagurinn, 1. apríl, kl. 13:00
 2. umferð, sunnudagurinn, 2. apríl, kl. 13:00
 3. umferð, mánudagurinn, 3. apríl, kl. 18:30
 4. umferð, þriðjudagurinn, 4. apríl, kl. 18:30
 5. umferð, miðvikudagurinn, 5. apríl, kl. 18:30
 6. umferð, fimmtudagurinn, 6. apríl, kl. 18:30
 7. umferð, föstudagurinn, 7. apríl, kl. 18:30
 8. umferð, laugardagurinn, 8. apríl, kl. 13:00
 9. umferð, sunnudagurinn, 9. apríl, kl. 13:00

Jafnteflisreglur 

Takmarkanir eru settar á jafnteflisboð. Hún gengur út á það að ekki er heimilt að bjóða jafntefli fyrr en báðir keppendur hafa leikið 30 leiki. Á því má gera undantekningar sé þráteflt en þá verður að stöðva klukku, kalla á skákstjóra og koma með jafntefliskröfu. 

Yfirseta

Hægt er að taka tvær yfirsetur í umferðum 1-6 og fá fyrir hana hálfan vinning. Óska þarf eftir yfirsetunni með góðum fyrirvara og fylla út eyðublað þess efnis hjá skákstjóra.

Þegar skráðir keppendur


fimmtudagur 27 apríl 04 2017
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...