Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Skákþing Íslands 2011 - kvennaflokkur


Elsa María Kristínardóttir Íslandsmeistari kvenna 2011

Pörun og úrslitUpplýsingar
Beinar útsendingarSkákir (pgn)  - flestar      
Daglegar fréttir á skák.isMyndir
ÍslandsmeistararMótið í fyrra

Elsa María Kristínardóttir er Íslandsmeistari kvenna.  Í lokaumferðinni í kvöld gerði hún fremur stutt jafntefli við Doniku Kolica (1252) og tryggði sér þar titilinn.  Elsa María hlaut 6,5 vinning í 7 skákum.  Það er óhætt að segja að sigur Elsu sé nokkuð óvæntur enda var hún aðeins fimmti stigahæsti keppandinn og sló þarna við fjórum landsliðskonum frá Ólympíuskákmótinu 2010.   Vel að verki staðið hjá Elsu sem átti sigurinn á mótinu fyllilega verðskuldaðan. 

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1797) varð önnur með 6 vinninga.  Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2006) og Tinna Kristín Finnbogadóttir (1810) urðu í 3.-4. sæti með 4,5 vinning.  Hallgerður fékk þriðja sætið á stigum. 

Að lokinni umferð fór fram verðlaunafhending og lokahóf.  Birna Halldórsdóttir bauð upp á ljúffengar veitingar og meðal annars heitt súkkulaði sem keppendur og gestir gerðu góð skil!

Skákstjórn á mótinu var í höndum Davíðs Ólafssonar, Ólafs S. Ásgrímssonar, Haraldar Baldurssonar og Gunnars Björnssonar.  

ţriđjudagur 23 apríl 04 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is