Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Reglugerð um þátttöku barna og unglinga á alþjóðlegum barna- og unglingaskákmótum FIDE og ECU.

1. Þau börn og unglingar sem uppfylla lágmarks stig SÍ (sjá töflu) eru valin sem fulltrúar Íslands á alþjóðleg barna- og unglingamót FIDE og ECU, svo framarlega sem þau mót séu sett á dagskrá af SÍ, og svo framarlega sem fulltrúar Íslands standist frekari kröfur eins og kveðið er á um í þessari reglugerð eins og fjölda tefldra skáka og þátttöku á NM í skólaskák. Stjórn SÍ skal leitast eftir því að setja mót á dagskrá og velja keppendur samkvæmt reglugerð þessari eigi síðar en þremur mánuðum fyrir mót.

2. Skilgreiningar

  • a) Efri afreksmörk: Ef líklegt er að keppandi lendi í efsta fjórðungi móts.
  • b) Afreksmörk: Ef líklegt er að keppandi lendi í efri helmingi móts.
  • c) Lágmörk: Ef líklegt er að keppendi verði ofar en í neðsta fjórðungi mótsins.

3. Kostnaðarhlutfall er sem hér segir

  • a)      Efri afreksmörk – SÍ greiðir allan kostnað
  • b)      Afreksmörk – SÍ greiðir helming kostnaðar
  • c)      Lágmörk – Keppandi ber allan kostnað sjálfur

SÍ greiðir kostnað við einn fararstjóra að lágmarki á þau mót sem það hefur á dagskrá.

4. Efni SÍ til sérstakrar fjáröflunar vegna þátttöku á þessum mótum er keppendum skylt að taka þátt í þeirri fjáröflun.

5. Eftirfarandi tafla segir til um þann styrkleika sem SÍ setur sem lágmark og einnig tilgreinir hún afreksmörkin.  

Miðað er við alþjóðleg skákstig. Aldur miðast við afmæli á viðkomandi ári. Afreks- og lágmörk  eru unnin úr mótstöflum EM & HM barna og unglinga og skulu yfirfarin árlega.

Ekki er miðað við skákstig á ákveðnum punkti heldur er nægjanlegt að hafa náð viðkomandi skákstigum sex mánuðum áður en val keppenda fer fram.

Drengir

  Opinn flokkur
  Efri Afreks Lágmark
U20 2450 2350 2200
U18 2350 2200 2000
U16 2250 2100 1900
U14 2150 1950 1650
U12 1900 1750 1500
U10 1650 1500 1300
U8 1400 1100 0


Stúlkur
Fl A1 A2 A3
U20 2200 2100 1900
U18 2150 1950 1750
U16 2000 1850 1750
U14 1850 1700 1550
U12 1650 1500 1300
U10 1400 1250 1100
U8 1150    


6.  Lágmarks virkni til að geta keppt sem fulltrúi Íslands í alþjóðlegri keppni barna og unglinga skal vera; að hafa teflt 25 kappskákir reiknaðar til alþjóðlegra skákstiga á síðustu 12 mánuðum.  Þó skal tekið tillit til aðstæðna ungra skákmanna af landsbyggðinni.

7. Stjórn SÍ skipar ár hvert ráðgjafarnefnd sem fylgist sérstaklega með því hvort tilefni sé til að  veita undanþágu frá stigalágmörkum og virknireglum .

8.  Þátttaka í opnum flokki í NM í skólaskák er skilyrði fyrir vali á önnur mót á vegum SÍ.  Ráðgjafarnefnd metur hvort forföll keppenda sem voru valdir á NM séu réttmæt.

 

Samþykkt á stjórnarfundi í mars 2016

 

Viðauki I

Við gerð taflna í þessari reglugerð var stuðst við HM og EM ungmenna árið 2017

Tekið var meðaltal mótanna miðað upphaflega töfluröð keppenda. Fundið var út hvaða stig þeir keppendur sem eru í neðstir í efsta fjórðungi mótsins, sá keppandi er í miðju töfluröð og sá sem er neðstur í þriðja fjórðungi mótins. Meðaltal EM og HM er námundað niður við næstu 50 stig.

Dæmi: 100 manna flokkur – stuðst er við stig þeirra sem eru nr. 25 (efri-afreksmörk), 50 (afreksmörk) og 75 (lágmörk) í töfluröð keppenda.

Ávallt var námundað niður við 50 stig (dæmi 1683=1650; 1624=1600)

Uppfæra á töflur ár hvert.

Viðauki II

Excel-skjal sem sýnir hvernig mörkin eru unnin.

Viðauki III

Eldri reglur

föstudagur 18 janúar 01 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is