Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Ýmsar upplýsingar

Birt með fyrirvara um breytingar.

Tímamörk

1 klst. og 30 mín + 30 sek. á leik fyrstu 40 leikina, 30 mín. + 30 sek. á leik til að ljúka.

Dagskrá:

Flogið verður til Egilsstaða, fimmtudaginn 14. apríl  kl 18:00 frá Reykjavíkurflugvelli.

Umferðir

Vikudagur

Dags.

Tími

1

Föstudagur

15.4.2011

14:00

2

Laugardagur

16.4.2011

14:00

3

Sunnudagur

17.4.2011

14:00

4

Mánudagur

18.4.2011

14:00

5

Þriðjudagur

19.4.2011

14:00

6

Miðvikudagur

20.4.2011

14:00

7

Fimmtudagur

21.4.2011

14:00

8

Föstudagur

22.4.2011

14:00

9

Laugardagur

23.4.2011

09:00

Lokahóf skákhátíðarinnar: Laugardaginn 23. apríl kl. 15 á Hótel Héraði Egilsstöðum.

Brottför: Laugardaginn 23. apríl kl 18:10 með flugi frá Egilsstöðum.

Verðlaun

·      1.sæti: 200.000 kr.- SÍ mun jafnframt senda Íslandsmeistarann á EM einstaklinga 2012 (flug, gisting og uppihald)

·      2.sæti: 125.000 kr

·      3.sæti: 75.000 kr

·      4.sæti: 50.000 kr.

Skákmeistari Íslands á ávallt sæti í landsliði Íslands sbr 14.gr Skáklaga SÍ.

Skákstaður

Teflt verður á Hótel Eiðum.    Á skákstað verður boðið upp á kaffi og kruðerí.   Skákstjóri er Gunnar Björnsson.

Gisting og fæði

Keppendum er boðið upp á gistingu á Hótel Eiðum (http://www.hoteledda.is/hotels/hotel-edda-ei%C3%B0ar).  Allir keppendur fá einsmanns herbergi og Internet-tenging er til staðar.   Á Hótel Eiðum verður morgunmatur og kvöldhressing í boði.   Hádegismatur verður á "Kaffi Egilssstaðir" . Heimamenn ætla að vera duglegir við að bjóða akstur á Egilsstaði bæði fyrir og eftir umferðir til að menn geti komist í sund, veitingastaði o.þ.h.   Skákstjóri verður auk þess á bíl.

***    Nánar um gistingu og fyrirkomulag   ***

Kjósi keppendur að gista á eigum vegum má t.d. benda á að mikið er af orlofshúsum í kringum Egilsstaði.     

Ýmislegt

Matsölustaðir

Ýmsir matsölustaðir eru á Egilsstöðum.  Má þar nefna N1-skálann sem verður opinn alla dagana.   Einnig má benda á Hótel Hérað og Gistihúsið Egilsstöðum sem væntanlega verða einnig opnir alla páskana.   Enginn ætti að svelta!

Afþreying

Sundlaug, http://www.egilsstadir.is/index.php?option=com_content&view=article&id=197&Itemid=369,  er á Egilsstöðum.   Hún er opin virka daga, 6:00/6:30-21, um helgar 9:30-18 en lokað er á föstudaginn langa og Páskadag.

Þrekþjálfun er á Egilsstöðum en óljóst er um opnunartíma um páska. 

Hægt er að renna sér á skíðum í Oddskarði og í Stafdal ofan við Seyðisfjörð.

Væntanlega verður ekki búið að opna golfvöllinn á þessum árstíma. 

Minnt er á að samkvæmt 13.gr laga SÍ þá er áfengisnotkun keppenda bönnuð á meðan Landsliðsflokkur stendur yfir.  

Frekari upplýsingar

Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur móti bæði hér á síðunni og einnig í sérstöku mótsblaði sem kemur út nokkrum dögum fyrir mót.   Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skáksambandi Íslands (skaksamband@skaksamband.is). 

ţriđjudagur 18 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is