Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Keppendaskrá Skáksambandsins


1. grein

Tilgangur Keppendaskrárinnar er að gera umsýslu með keppendalistum fyrir Íslandsmót skákfélaga auðveldari, upplýstari og öruggari.
Skráin er þrískipt: skákmenn með lögheimili á Íslandi eða íslenskir ríkisborgarar, erlendir skákmenn og félagaskiptasaga.
Íslenski hlutinn er byggður á kennitölum og sá erlendi á FIDE-kennitölum.
Skráin er vistuð hjá Skáksambandi Íslands og er aðgengileg fyrir öll skákfélög sem taka þátt í Íslandsmóti skákfélaga.
Skrifstofa SÍ ber ábyrgð á skránni, réttmæti skráninga og uppfærslu hennar.

2. grein

Skipti skákmaður um félag, nýskráist í það eða hættir í því skal hann tilkynna S.Í. það á þar til gerðu eyðublaði.   S.Í. skal senda staðfestingu til baka og upplýsa bæði gamla og nýja félag hans um þetta með sannanlegum hætti.  Sérstakt eyðublað á ensku þar sem félagaskiptareglur ÍS eru útskýrðar, er notað fyrir erlenda skákmenn.

3.grein

Keppendaskráin kemur fyrst út 1.júní 2010. Hún verður byggð á félagaskrám taflfélaganna sem skilað var inn fyrir ÍS 2009-2010 með athugsemdum þeirra sem skilað var inn í febrúar 2010.
Þeir erlendu skákmenn sem hafa teflt í ÍS á árunum 2007-2010 færast sjálfkrafa inn í skrána. Um aðra erlenda skákmenn sem félögin óska eftir að skrá inn gilda ákvæði annarar greinar.
Æskilegt er að taflfélög upplýsi núverandi erlendu félagsmenn sína um félagskiptareglur ÍS.

4.grein

Erlendir skákmenn sem ekki hafa teflt með sínu félagi sl. fjögur keppnistímabil detta út af keppendaskránni, nema umboð þeirra sé endurnýjað.

föstudagur 24 maí 05 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is