Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2009-2010 fer fram dagana 25. – 27. september nk. Mótið fer fram í Rimaskóla í Reykjavík. 1. umferð mun hefjast kl. 20.00 föstudaginn 25. september, 2. umferð kl. 11.00 laugardaginn 26. september og 3. umferð kl. 17.00 sama dag. 4. umferð verður síðan teflt kl. 11.00 sunnudaginn 27. september.

 

Tímamörk: 90 mín. + 30 sek. til að ljúka.

Þátttökugjöld: 1. deild                       kr. 50.000.-
                        2. deild                       kr. 45.000.-
                        3. deild                       kr.   5.000.-
                        4. deild                       kr.   5.000.-
 
Skáksamband Íslands mun greiða fargjöld utan stór-Reykjavíkursvæðisins samkvæmt reikningum fyrir sveitir í 1. og 2. deild. Miða skal við einn brottfararstað á hverju svæði, t.d. Akureyri, Egilsstaði, Ísafjörð. Sami háttur verður hafður í 3. og 4. deild og áður, þ.e. þátttökugjöld höfð lág en sveitirnar verða sjálfar að sjá um ferðakostnað á skákstað.
 
Meðfylgjandi er reglugerð um Íslandsmót skákfélaga og 3. kafli skáklaga Skáksambands Íslands sem varða Íslandsmót skákfélaga.
 
Þátttökutilkynningar þurfa að berast Skáksambandi Íslands fyrir 11.september með bréfi, tölvupósti (skaksamband@skaksamband.is) eða símleiðis. Að gefnu tilefni er minnt á að nauðsynlegt er að skrá sveitir í keppnina, ekki síst í 4. deild.
 

Ath. Skákir í Íslandsmóti skákfélaga verða reiknaðar til alþjóðlegra skákstiga.

ţriđjudagur 18 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is