Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Hraðskákmót Íslands 2007

Stórmót Kaupþings og Sparisjóðs Bolungarvíkur - Hraðskákmót Íslands 2007 fór fram í Bolungarvík.  Undirritaður var skákstjóri mótsins og hefur tekið saman smá pistil um það.   


Úrslit
Skákbærinn Bolungarvík
Hraðskákmeistarar Íslands
Myndagallerí
 Golfmótið
Flogið var snemma að morgni.  Ferðalagið var reyndar heldur flóknara en stefnt var að en ekki þótti lendingarveður á Ísafirði og var þess í stað flogið til Þingeyrar og rúta tekin til Ísafjarðar.   Það sprakk svo á rútunni í göngunum!   Eftir ferðina var aðkomumönnunum komið fyrir í þessar fínu íbúðir og ekki væsti um þá.

Þrátt fyrir tafirnar tókst að byrja mótið nánast á réttum tíma.   Forseti bæjarstjórnar, Anna G. Edvardsdóttir, setti mótið og lék fyrsta leiknum í skák Helga Áss og Ólafs Ásgrímssonar.  Tefldar voru 20 umferðir sem er mesti umferðarfjöldi sem mér er kunnugt um á móti hérlendis!   Sennilega hefði verið nóg að hafa þær 15 því pörunin var orðin nokkuð sérstök í lokaumferðunum.  Lengi leit út fyrir að Helgi Áss myndi vinna mótið en Guðmundur Halldórsson vann stórmeistarann í 18. umferð og þá náði Arnar forystunni sem hann lét ekki af hendi.  

Arnar er eitursnjall skákmaður á styttri tímamörkunum og vinnur flest hrað- og atskákmót, sem hann tekur þátt í .  Helgi og Þröstur urðu í 2.-3. sæti og höfnuðu góðu boði ritstjórans um vítakeppni í handbolta til að útkljá hvor yrði annar.  Sennilega gert sér grein fyrir því að þeir myndu ekki setja mörg mörk!

Í boði voru ýmis aukaverðlaun og m.a. verðlaun fyrir besta grunnskólanemann í Bolungarvík en mikill fjölda nemenda þar tóku þátt.   Þar urðu fimm efstir og jafnir.

Það voru þeir Ingólfur Hallgrímsson, Jakob Szuterawski, Daníel Ari Jóhannsson, Patryk Gawek, Páll Sólmundur Halldórsson.  

Bolvíkingar stóðu sig vel.  Bræðurnir Unnsteinn og Magnús Sigurjónssynir tóku sitthvor aukaverðlaunin og Halldór Grétar Einarsson fékk verðlaun sem besti Bolvíkingurinn. 

Að loknu móti var myndarleg verðlaunaafhending og svo glæsimatur í Kjallaranum.  Á Kjallaranum er ég ekki frá því að handsalað hafi verið að Hraðskákmót Íslands yrði næstu 5 ár á Bolungarvík.   

Einhver hraustmenni fóru svo í golf í morgun og hafa sjálfsagt þurft að hýrast á golfvellinum við kulda og vosbúð enda skítakuldi fyrir vestan.   Reyndar grunar mig að sumir golfarnir hafi verið fremur svefnvana og eru sjálfsagt nú í flugvél á leiðinni heim, kaldir og hraktir.   

Bolvíkingum þakka ég fyrir frábærar móttökur.  Sjáumst að ári!

Smá myndasafn frá mótinu má finna undir "myndaalbúm" ofarlega til vinstri.    

Myndir: Arnar og Jón Viktor, Guðmundur Bjarni, sem varð jafn Arnaldi að vinningum, og Áslaug Kristinsdóttir og bæjarstjórahjónin, Grímur og Helga Vala. 

Gunnar Björnsson

 

 

mánudagur 17 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is