Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Allir skákunnendur vita að Bolungarvík er sögufrægur skákstaður sem í gegnum tíðina hefur getið af sér fjölda skákmeistara í fremstu röð. Það er því vel við hæfi að eitt af stórmótum Skáksambandsins þetta árið sé haldið í Bolungarvíku.

Eftirfarandi stiklur eru gripnar úr bók Jóns. Þ. Þórs, Saga Bolungarvíkur:

Skáksaga Bolungarvíkur

 

Taflfélag Bolungarvíkur var stofnað á þorranum 1901 og var í samtímaheimild kallað „reglulegt skákfélag með samkomum á helgum dögum og landlegudögum.“ Um starfsemi taflfélagsins er lítið og óvíst, hvort það gekkst fyrir reglulegum skákmótum eða var aðeins vettvangur, þar sem félagsmenn komu saman og tefldu. Er þó síðari kosturinn líklegri.

Árið 1912 urðu nokkur tímamót í skáksögu Bolungarvíkur. Þá fluttist í Víkina Sveinn Halldórsson, sem bjó í Bolungarvík til 1943, og var lengst af skólastjóri barnaskólans. Hann var mikill félagsmálafrömuður og skákáhugamaður. Skákiðkun Sveins og áhrifum hennar var lýst þannig:

 

Strax á fyrstu árum sínum í Bolungarvík pantaði hann skákbækur erlendis frá og mun hann í hópi þeirra fyrstu, sem það gerðu í einhverjum mæli hér á landi.

Snemma gat að líta í skákbókasafni hans nöfn eins og Andersen, Mieses, Vidmar, Blackburn, Steinitz, Morphy, Pillsbury, Marshall, Capablanca og fleiri. Þá átti hann öll mótsblöð Norðurlandaskákmótanna.

Skákbækur Sveins komu þá að góðum notum því byrjanaþekking manna jókst stöðugt (þeir fór að tefla eftir „teóríu“ á reykvísku skákmannamáli) og samfara aukinni þekkingu varð áhugi manna meiri. Hugsanlega gæti gróska þessi í bolvísku skáklífi hafa verið grundvöllu fyrir blómlegt skáklíf í Bolungarvík seinna meir.

Sveinn lét sér ekki lynda við taflmennskuna eina saman heldur fór hann að panta sér bækur um skákdæmi og gerð þeirra og varð svo hugfanginn af þeirri gerð skáklistarinnar að hann gat sér orð sem einn besti skákdæmahöfundur landsins.

Syni Sveins er það sérlega minnistætt hve undarlegt honum hafi þótt er pappi hans lokaði sig inni á skrifstofu sinni í öllum jólaleyfum í mörg ár við tilbúning skákdæma og sú fágaða kyrrð er ríkti þar á skrifstofunni.

 

 

Af skemmtilegum samskiptum við bolvíska skákmenn, sagði Sveinn til dæmis frá þvi er hann heimsótti Sigurð Sigurðsson, náttúrugreindan alþýðumann og baráttujaxl. Sigurður var faðir Guðrúnar móður Bernódusar Halldórssonar og stundaði sjómennsku langt fram á elliárin.

Sveinn og Sigurður tefldu oft saman og gekk svona á ýmsu eins og gengur. Þegar vel gekk hjá Sigurði í skákinni átti hann til að segja: „Þeim skal úr garði fylgja, sem maður vill að aftur komi.“ Eða hann sagði: „Þú stendur þig betur næst, komdu aftur á morgun.“

En ef illa gekk og hann sá fram á tap, átti hann til að segja: „Farðu að búa um kona.“[1]

 

Af Sveini Halldórssyni er það annars að segja, að hann er enn þekktastur íslenskra skákdæmahöfunda og hafa taflþrautir eftir hann birst víða í blöðum og tímaritum.[2][1] Eitt lítið peð. Bolungarvík (án ártals), bls. 22.

[2] Saga Bolungarvíkur – FYRSTA BINDI, Sögufélag Ísfirðinga, Ísafirði 2005. (Jón. Þ. Þór skráði), bls. 160-161.

 

ţriđjudagur 23 apríl 04 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is