Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

 

Fischer Memorial 2008
Benkö, Mr. and Mrs. Spassky, Guðfríður Lilja GrétarsdóttirHinn 9. mars 2008 var haldið málþing í minningu Bobby Fischers í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík, en þennan dag hefði Fischer orðið 65 ára, hefði hann lifað, en hann lést í Reykjavík 17. janúar s.l.


Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti SÍ setti þingið og kynnti dagskrána. Geir H. Haarde forsætisráðherra flutti ávarp. Einnig flutti Júlíus Vífill Ingvarsson formaður menntasviðs Reykjavíkurborgar ávarp og lýsti yfir að Skákakademía Reykjavíkur yrði stofnuð í vor. Boris Spassky flutti erindi og fór yfir skákir. Friðrik Ólafsson, Pal Benkö, Vlastimil Hort, Lajos Portisch og William J. Lombardy töluðu einnig um kynnis sín af Fischer. Frumflutt var tónverk eftir Philidor og Morgunblaðið afhenti gjöf til Skáksambands Íslands. Boðið var uppá veitingar.

Við þetta tækifæri var undirritaður samstarfssamningur SÍ og Glitnis til tveggja ára. Samninginn undirrituðu Lárus Welding fyrir hönd Glitnis og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fyrir hönd Skáksambandsins.

 

Friðrik Ólafsson að tafliDagana 10. og 11. mars fór fram lokað skákmót til minningar um Robert Fischer í Ráðhúsi Reykjavíkur. Keppendur voru:

GM Pal Benkö / GM Vlastimil Hort / GM Lajos Portisch / GM Friðrik Ólafsson


Dómari: GM Boris Spassky /  Skákskýringar: GM William J. Lombardy

 

Tefldar voru atskákir og voru úrslit þessi:

 

1.         GM Vlastimil Hort     4 vinninga  (vann mótið á stigum)

2.         GM Lajos Portisch    4

3.         GM Friðrik Ólafsson        2 ½

4.         GM Pal Benkö               1 ½

 

Chessbase reports   

Photo gallery

mánudagur 20 maí 05 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is