Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

9. fundur stjórnar Skáksambands Íslands 2008 - 2009 15. jan. 2009

kl. 17:30

 

Mættir: Björn Þorfinnsson, Edda Sveinsdóttir, Halldór Grétar Einarsson, Helgi Árnason, Óttar Felix Hauksson, Páll Sigurðsson, Sigurbjörn Björnsson, Stefán Bergsson, Torfi Leósson og Ásdís Bragadóttir framkvæmdarstjóri SÍ

 

1. Bréf og tilkynningar:

a) Taflfélag Vestmannaeyja sækir um að fá að halda Íslandsmót barnaskólasveita og Norðurlandamót barnaskólasveita 2009 í Vestmannaeyjum. Stjórnin var sammála um að hafna fyrri beiðninni en mæla eindregið með þeirri síðari, þ.e. að þiggja boð TV um að halda Norðurlandamót barnaskólasveita í Vestmannaeyjum í september 2009

b) Stjórn SÍ tilnefnir Magnus Carlsen sem skákmann Norðurlanda árið 2008

c) Íslendingum býðst að senda þátttakanda/endur á 10 . Evrópumót einstaklinga í skák sem haldið verður í Budva í Svartfjallalandi dagana 5. - 19. mars n.k. Mikill kostnaður fylgir þátttöku á mótinu ekki síst í kringum uppihald á dýru hóteli. Ákvörðun um þátttöku frestað

d) Eftirtaldar styrkbeiðnir voru samþykktar: Guðmundur Kjartansson 60.000- vegna þátttöku í fjórum skákmótum erlendis, í Ungverjalandi og Serbíu. Bragi Þorfinnsson 30.000- vegna þátttöku í tveimur skákmótum í Ungverjalandi. Jón Viktor Gunnarsson 30.000- vegna þátttöku í skákmóti á Ítalíu. Björn Þorfinnsson 30.000- vegna þátttöku í skákmóti á Ítalíu. Björn Þorfinnsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

 

2. Norðurlandamót:

a) Norðurlandamót í skólaskák í Færeyjum 12. - 15. febrúar. Öllum þeim 10 börnum og unglingum sem boðin var þátttaka í mótinu þáðu hana. Reiknað með tveimur fararstjórum og einhverjum foreldrum með krökkunum.

b) Norðurlandamót stúlkna verður haldið í apríl í Stokkhólmi í Svíþjóð. Ákveðið að senda sex stúlkur á mótið sem tefla í þremur aldursflokkum. Stigahæstu stúlkunum í hverjum flokki verður boðin þátttaka. Helgi lagði til að sótt yrði um styrk í Sænsk-íslenska samstarfssjóðinn en umsóknarfrestur er til 1. febrúar n.k. Styrkurinn væri ætlaður ungum og efnilegum íslenskum skákstúlkum að sækja skákmót í Svíþjóð.

 

3. Reykjavik Chess Festival 2009: Mótið verður haldið dagana 24. mars - 1. apríl 2009.

Mótið verður haldið á vegum Skákakademíu Reykjavíkur í samstarfi við Skáksamband Íslands, skákfélögin í Reykjavík og Reykjavíkurborg. Forseti Skáksambandsins lagði fram dagskrá skákmótsins sem nú liggur fyrir. Búið er að opna heimasíðu mótsins og ýmislegt gert til að auglýsa mótið erlendis og laða erlenda keppendur til þátttöku. Teflt verður í húsnæði Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Búið er að ákveða verðlaun og þátttökugjöld

 

 

4. Fjármál: Rætt var almennt um fjármál og nauðsyn aðhalds í öllum liðum.

 

 

5. Önnur mál:

Rætt var um Íslandsmót skákfélaga – seinni hluta – sem fyrirhugaður er á Akureyri í mars nk. Fyrirspurn kom um hvort íhugað hafi verið að flytja mótið vegna erfiðrar fjárhagsstöðu félaganna. Flestir á því að standa við fyrri ákvörðun.

 

Torfi Leósson ræddi hugmynd um afmælismót til heiðurs Braga Kristjánssyni, Ólafi Ásgrímssyui og Ólafi H. Ólafssyni. Málið í skoðun.

 

Landsmót í skólaskák fer að öllum líkinum fram á Reyðarfirði. Getur þurft að færa mótið til um eina viku vegna Norðurlandamóts stúlkna. Kjördæmisstjóra vantar enn fyrir Reykjavík og Suðurland.

 

Heimasíða SÍ er í endurskoðun.

 

Fundi slitið

Helgi Árnason

mánudagur 20 maí 05 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is