Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Reglugerð um Íslandsmót unglingasveita


1.gr.
Mótið skal heita Íslandsmót Unglingasveita og gengst Skáksamband Íslands fyrir því að mótið verði haldið árlega. Sambandinu er heimilt að úthluta mótshaldinu til taflfélaga og ganga þá skráningargjöld til mótshaldara.

2. gr.

Þátttökurétt hafa öll taflfélög sem eru fullgild í skáksambandi Íslands eða tilheyra íþrótta og/eða ungmennafélagahreyfingunni ef ekki eru taflfélög á viðkomandi svæði. Félög geta sent sameinaðar sveitir til leiks ef þau ná ekki að manna sveitir með félagsmönnum.

Þó getur sameinuð sveit ekki unnið mótið.

3.gr.
Eingöngu fullgildir liðsmenn viðkomandi taflfélaga geta keppt fyrir lið sitt.

4.gr.
Hver sveit er skipuð 4 einstaklingum. Fjöldi varamanna er ekki takmarkaður en þarf að liggja fyrir um leið og mótið hefst. Þá þarf einnig að liggja fyrir borðaröð sveitar. Einnig varamanna. Varamenn koma inn á neðstu borð. Td. Forfallist fyrsta borðs maður, skal annars borðs maður flytjast upp á fyrsta borð og þannig koll af kolli. Varamaður kemur inn á fjórða borð.

Röð allra keppenda skal vera rétt mv. skráningu. Ekki er hægt að flytjast milli sveita innan félags.

5.gr.
Gert er ráð fyrir að mótinu ljúki á einum degi. eða í mesta lagi á einni helgi. Keppt skal eftir monrad kerfi amk. 6 umf. Sveitir frá sama félagi eru ekki látnar tefla innbyrðist vísvitandi í fyrstu umferð heldur verður dregið um röð. Ef sveitir eru jafnar að vinningum ráða stig. þar sem gefin eru 2 stig fyrir sigur en 1 stig fyrir jafntefli. Næst eru reiknuð monrad stig fyrir sveitirnar, svo innbyrðisviðureign og síðast borðastig þar sem 4 stig fást fyrir sigur á 1.borði en 1 stig fyrir sigur á 4. borði.

6.gr.
Þátttakendur í mótinu skulu ekki vera eldri en 15 ára (10 bekkur).

7.gr.
Hver sveit skal hafa liðsstjóra sem ber ábyrgð á að skráning í hverja umferð sé rétt, fylla út úrslit og koma til skákstjóra að hverri viðureign lokinni.

8.gr.
Ef sveit er ekki stillt upp rétt mv. borðaröð sem liggur fyrir, fyrir keppni, tapast skákin þar sem rangt var stillt upp og einnig allar skákir á borðum þar fyrir neðan í viðkomandi viðureign.

9.gr.
Tímamörk skal vera amk. lögleg atskák. Þe. ekki skemmri en 15 mínútur og er mótið reiknað til skákstiga (atskákstiga).

10.gr.
Ef upp koma álitamál skal skákstjóri úrskurða á staðnum. Hægt er að áfría dómum skákstóra til dómstóls skáksambands íslands sem hefur endanlegt úrskurðarvald skv. almennum reglum um dómstólinn.

11.gr.
Þátttökugjöld má innheimta fyrir hverja sveit sem félag sendir til keppni. Allan ferðakostnað greiða sveitirnar sjálfar. Einnig fæðis og gistikostnað.

12.gr.
Reglugerð þessi hlýtur þegar gildi.

miđvikudagur 24 október 10 2018
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is