Fréttir
10.04.10
Hannes Hlífar Íslandsmeistari í ellefta sinn

Hannes Hlífar Stefánsson varð Íslandsmeistari í ellefta sinn en hann hlaut 8,5 vinning í 10 skákum. Annar varð Björn Þorfinnsson með 8 vinninga en þetta er hans langbesti árangur á Íslandsmóti hingað til. Stefán Kristjánsson varð þriðji með 7 vinninga og Guðmundur Gíslason og Bragi Þorfinnsson urðu í 4.-5. sæti með 6,5 vinning en þessir fimm skákmenn voru í sérflokki á mótinu.
Sjá nánar á: Skákþing Íslands 2010