Fréttir
22.03.10
Skáksveit Rimaskóla Íslandsmeistari barnaskólasveita

Skáksveit Rimaskóla vann öruggan sigur á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór í dag í Vetrargarðinum í Smáralind. Í öðru sæti varð Grunnskóli Vestmannaeyja og í þriðja sæti varð Salaskóli úr Kópavogi. B- og C-sveitir Rimaskóla urðu efstar b- og c-sveita en d-sveit Salaskóla varð efst d-sveita. Það var Skákakademía Reykjavíkur sem stóð fyrir mótinu.
Sjá nánar á skak.is: http://www.skak.blog.is/blog/skak/entry/1033046/