Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
31.05.09
Gunnar Björnsson forseti SÍ
Gunnar Björnsson...

Gunnar Björnsson var kjörinn forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi sambandsins sem fram fór laugardaginn 30. maí. 

Gunnar hefur starfað í skákhreyfingunni í samfleytt 23 ár og er formaður Taflfélagsins Hellis en mun láta af því starfi í sumar.   

Með Gunnari í stjórn voru kjörnir sex meðstjórnendur úr sex félögum og þar af þrír úr landsbyggðarfélögum.  Það eru Magnús Matthíasson, Edda Sveinsdóttir, Helgi Árnason, Kristján Örn Elíasson, Magnús Pálmi Örnólfsson og Stefán Bergsson.  Í varastjórn voru kjörnir Róbert Lagerman, Stefán Freyr Guðmundsson, Halldór Grétar Einarsson og Jón Gunnar Jónsson.

Björn Þorfinnsson lætur þar með að störfum eftir eitt ár í starfi forseta. 

Í lokaræðu sagði nýkjörinn forseti að megináhersla yrði lögð innlenda starfsemi á næsta starfsári og ekki yrði úr henni dregið heldur frekar gefið í.  Forseti lagði áherslu að áfram yrði haldið á þeirri braut að fela félögum á landsbyggðinni að halda mót í nafni sambandsins.  Einnig að sem fyrr yrði lögð áhersla á að halda norðurlandasamstarfinu á óbreyttan hátt.  Draga þyrfti hins vegar úr annarri alþjóðlegri starfsemi sökum breyttra aðstæðna og það væri ljóst ekki væri hægt að senda jafn margra fulltrúa og áður á Evrópu- og heimsmeistaramót og að þátttaka Íslands á slíkum atburðum gæti verið með öðrum formerkjum en hingað til.

Eitt fyrsta verk nýrrar stjórnar verður að búa til nýja mótaáætlun fyrir næsta starfsár.  

sunnudagur 24 júlí 07 2016
Nýjustu fréttir
Íslensku...
Ingvar Þór Jóhannesson og Björn Ívar Karlsson...
Ađalfundur SÍ 2016...
Fundargerð SÍ frá 8. maí 2015 er nú aðgengileg. Hana má...
Jóhann Hjartarson...
Skákþing Íslands árið 2016 lauk með sigri Jóhanns...