Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
29.03.09
Skákdagurinn mikli, 29. mars 2009
Skákdagurinn mikli,...
Kæru skákáhugamenn,
Sunnudagurinn 29.mars verður æði viðburðarríkur en dagskráin er á þessa leið:
Lifandi skák þar sem enginn er drepinn, kl.14.00 við Útitaflið.
Skáksamband Íslands var ásamt Knattspyrnusambandi Íslands fyrst til að stíga fram og styðja við Heimsgöngu um frið sem fram fer síðar á árinu. Til að vekja athygli á málstaðnum verður efnt til lifandi skákar á útitaflinu í dag þar sem gestir, skákáhugamenn og gangandi vegfarendur munu stilla sér upp sem taflmennirnir þrjátíu og tveir og færa sig í takt við óskir óvæntra meistara, sem koma til með að tefla skákina. Skákinni verður svo lýst með þeim tillögum sem Skáksambandinu barst þegar að óskað var eftir öðru orði en „drepa“ þegar uppskipti eiga sér stað. Viðtökur voru framúrskarandi en á milli 40-50 mismunandi tillögur bárust.
Saga skáklistarinnar með augum Helga Ólafssonar, kl.15.00 á Kjarvalsstöðum.
Að afloknu útitaflinu er kjörið að skella sér uppá Kjarvalsstaði þar sem stórmeistarinn Helgi Ólafsson heldur fyrirlestur um sögu og uppruna skáklistarinnar í tengslum við sýninguna „Skáklist“ á Kjarvalsstöðum.   Helgi mun fara vítt og breytt í fyrirlestri sínum og meðal annars ræða um arabíska skák frá því um 1000, ræða söguna Manntafl eftir Stefan Sweig, sem sett var á svið Borgarleikhússins fyrir nokkru og einnig beina sjónum að skák í verkum Halldórs Laxness.
XXIV. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið 6.umferð, kl.16-21.00, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu
Héðinn Steingrímsson og Henrik Danielsen eru í toppbaráttunni á mótinu en margfaldur sigurvegari þess, Hannes Hlífar Stefánsson, er ekki langt undan. Ungir íslenskir skákmenn á borð við Hjörvar Stein Grétarsson og Sverrir Þorgeirsson eru einnig að gera það gott auk þess sem forseti Skáksambandsins getur ekki hætt að grísa á punkta.
Reykjavik Blitz – seinni undanrásarriðill, kl.21.00 á veitingarstaðnum Balthazar, bar- og grill.
Fimmtíu skákmenn geta tekið þátt í mótinu og verða það þeir sem fyrstir skrá sig á mótsstað Alþjóðlega Reykjavíkurmótsins. Skákáhugamenn sem ekki tefla í alþjóðlega mótinu eru sérstaklega hvattir til þess að reyna sig gegn meisturunum. Tefldar verða níu umferðir með 5 mín. umhugsunartíma þannig að mótið tekur um eina og hálfa klukkustund.
Fjórir efstu skákmennirnir vinna sér sæti í úrslitum alþjóðlega hraðskáksmótsins, Reykjavik Blitz, sem fram fer í Hafnarhúsinu þann 1.apríl næstkomandi, kl.19.00.
mánudagur 17 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is