
Ný heimasíða Skáksambandsins er nú komin í loftið. Hún er þó ófullgerð, en með tíð og tíma verður klárað að setja inn þær upplýsingar, sem á vantar.
Hér eru í aðalatriðum þær upplýsingar, sem voru á gömlu siðunni og www.chess.is, ásamt ýmsu efni sem samið var og sett upp meðan á uppsetningu síðunnar stóð.
Nokkrar fleiri viðbótareiningar eiga eftir að koma inn, svo sem java-forrit til að sýna skákir beint á netinu, en slíkt verður tilbúið í tíma fyrir Reykjavík open.
Allar ábendingar um, hvað betur mætti fara, eru að sjálfsögðu velkomnar, og einnig myndir eða frásagnir af skákmótum á vegum Skáksambandsins.