Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
30.05.16
Íslandsmótiđ í skák
Íslandsmótiđ í skák...

Íslandsmótið í skák hefst þriðjudaginn 31. maí nk. Teflt verður í Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi við Skólabraut við úrvalsaðstæður. Til hliðar við skáksal verður annar salur þar sem hægt verður að fylgjast með skákunum á skjá. Aðstaða fyrir áhorfendur verður því afar góð.

Setning mótsins hefst klukkan 14:45 og mun Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness, setja mótið og leika fyrsta leik þess.

Keppendalisti mótsins er afar spennandi. Þátt taka meðal annars stórmeistararnir Jóhann HjartarsonHjörvar Steinn Grétarsson og Héðinn Steingrímsson sem hefur Íslandsmeistaratitil að verja.

Það vekur óneitanlega athygli að á keppendalistanum má finna feðga og bræður. Bræðurnir Björn og Bragi Þorfinnssynir taka þátt. Það gera einnig feðgarnir Jóhann Ingvason og sonur hans Örn Leó. Þetta er í fyrsta skipti í 103 ára sögu mótsins sem feðgar eru meðal keppenda.

Heimasíða mótsins

mánudagur 17 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is