Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
18.04.16
Hörđuvallaskóli Íslandsmeistari grunnskólasveita
Hörđuvallaskóli...

Eitt mest spennandi Íslandsmót grunnskólasveita í sögunni fór fram um helgina í Rimaskóla. Svo fór að skáksveit Hörðuvallaskóla hafði sigur í keppninni en sveitin hlaut hálfum vinningi meira en Álfhólsskóli sem varð í öðru sæti. Rimaskóli hlaut svo bronsið - en sveitin var öðrum hálfum vinningi þar á eftir. Smáraskóli og Laugarlækjaskóli voru skammt undan. 

Það sem gerir afrek Hörðuvallaskóla enn betra var að allir sveitarmeðlimir sveitarinnar eru á barnaskólastigi. Sveitin vann einmitt öruggan sigur á Íslandsmóti barnaskólasveita sem fram fór síðustu helgi. 

Norðurlandamót barna- og grunnskólasveita eru tefldar samtímis í september í Noregi og því er ljóst að Hörðuvallaskóli getur ekki teflt í báðum mótum samtímis.

Skáksveit Íslandsmeistara Hörðuvallaskóla

 1. Vignir Vatnar Stefánsson
 2. Stephan Briem
 3. Sverrir Hákonarson
 4. Arnar Heiðarsson
 5. Benedikt Briem
 6. Óskar Hákonarson

Vignir var í miklu stuði og hlaut 8,5 vinninga í 9 skákum.

Liðsstjóri um helgina var Kjartan Briem en skákkennari þeirra í skólanum er Gunnar Finnsson en hann átti ekki heimangengt um helgina.

Skáksveit Álfhólsskóla

IMG 8596

 1. Dawid Kolka
 2. Robert Luu
 3. Felix Steinþórsson
 4. Halldór Atli Kristjánsson
 5. Guðmundur Agnar Bragason
 6. Atli Mar Baldursson
 7. Ísak Orri Karlsson

Liðsstjóri var Lenka Ptácníková.

Guðmundur Agnar sem varamaður tefldi allar skákirnar á fjórða borði og vann þær allar!

Skáksveit Rimaskóla

IMG 8589

 1. Nansý Davíðsdóttir
 2. Jóhann Arnar Finnsson
 3. Joshua Davíðsson
 4. Kristófer Helgi Þorgeirsson
 5. Hákon Garðarsson

Frammistaða Joshua var frábær á þriðja borði en hann alla þrátt fyrir að vera langt því vera stigahæstur á þriðja borði.

Borðaverðlaun

IMG 8586

Það segir margt um hversu keppnin var jöfn að þau hlutu 4 skákmenn úr fjórum skólum. 

 1. Vignir Vatnar Stefánsson (Hörðuvallaskóla) 8,5 v. af 9
 2. Björn Hólm Birkisson (Smáraskóla) 7,5 v. af 9
 3. Joshua Davíðsson (Rimaskóla) 9 v. af 9
 4. Guðmundur Agnar Bragason (Álfhólsskóla) 9 v. af 9

Skákstjóri var Gunnar Björnsson.

Myndaalbúm (Helgi Árnason)

ţriđjudagur 18 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is