
Eitt mest spennandi Íslandsmót grunnskólasveita í sögunni fór fram um helgina í Rimaskóla. Svo fór að skáksveit Hörðuvallaskóla hafði sigur í keppninni en sveitin hlaut hálfum vinningi meira en Álfhólsskóli sem varð í öðru sæti. Rimaskóli hlaut svo bronsið - en sveitin var öðrum hálfum vinningi þar á eftir. Smáraskóli og Laugarlækjaskóli voru skammt undan.
Það sem gerir afrek Hörðuvallaskóla enn betra var að allir sveitarmeðlimir sveitarinnar eru á barnaskólastigi. Sveitin vann einmitt öruggan sigur á Íslandsmóti barnaskólasveita sem fram fór síðustu helgi.
Norðurlandamót barna- og grunnskólasveita eru tefldar samtímis í september í Noregi og því er ljóst að Hörðuvallaskóli getur ekki teflt í báðum mótum samtímis.
Skáksveit Íslandsmeistara Hörðuvallaskóla
- Vignir Vatnar Stefánsson
- Stephan Briem
- Sverrir Hákonarson
- Arnar Heiðarsson
- Benedikt Briem
- Óskar Hákonarson
Vignir var í miklu stuði og hlaut 8,5 vinninga í 9 skákum.
Liðsstjóri um helgina var Kjartan Briem en skákkennari þeirra í skólanum er Gunnar Finnsson en hann átti ekki heimangengt um helgina.
Skáksveit Álfhólsskóla
- Dawid Kolka
- Robert Luu
- Felix Steinþórsson
- Halldór Atli Kristjánsson
- Guðmundur Agnar Bragason
- Atli Mar Baldursson
- Ísak Orri Karlsson
Liðsstjóri var Lenka Ptácníková.
Guðmundur Agnar sem varamaður tefldi allar skákirnar á fjórða borði og vann þær allar!
Skáksveit Rimaskóla
- Nansý Davíðsdóttir
- Jóhann Arnar Finnsson
- Joshua Davíðsson
- Kristófer Helgi Þorgeirsson
- Hákon Garðarsson
Frammistaða Joshua var frábær á þriðja borði en hann alla þrátt fyrir að vera langt því vera stigahæstur á þriðja borði.
Borðaverðlaun
Það segir margt um hversu keppnin var jöfn að þau hlutu 4 skákmenn úr fjórum skólum.
- Vignir Vatnar Stefánsson (Hörðuvallaskóla) 8,5 v. af 9
- Björn Hólm Birkisson (Smáraskóla) 7,5 v. af 9
- Joshua Davíðsson (Rimaskóla) 9 v. af 9
- Guðmundur Agnar Bragason (Álfhólsskóla) 9 v. af 9
Skákstjóri var Gunnar Björnsson.
Myndaalbúm (Helgi Árnason)