Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
12.04.16
Hörđuvallaskóli Íslandsmeistari barnaskólasveita
Hörđuvallaskóli...

Íslandsmót barnaskólasveita fyrir fjórða til sjöunda bekk fór fram um helgina. Teflt var í Rimaskóla við góðar aðstæður. Fyrirfram mátti búast við öruggum sigri Hörðuvallaskóla sem mættir voru til að verja Íslandsmeistaratitil sinn frá því í fyrra. Eftir fyrri keppnisdag var nokkuð ljóst að liðsmenn skólans voru ekki á neinu öðru en að verja titilinn. Sama miskunnarleysi einkenndi taflmennski Hörðuvellinga seinni keppnisdaginn og þegar upp var staðið höfðu þeir halað inn 34 vinninga af 36 mögulegum. Sannarlega glæsilegur árangur og sennilega eru það ekki nema sveitir frá Rimaskóla og Æfingaskólanum gamla sem hafa náð betra skori.

20160410_132047

Nokkuð örugglega í öðru sæti varð sveit Ölduselsskóla. Sú sveit hefur verið sigursæl síðustu árin og oft lent á palli á Íslands- og Reykjavíkurmótum. Þeir piltar geta stefnt á sigur á næsta ári þar sem nær öll sveit Hörðuvallaskóla var nú á síðasta aldursári flokksins.

Álfhólsskóli

Í þriðja sæti varð sveit Álfhólsskóla og það á nokkuð öruggan hátt.

Grindavíkurskóli

 

Efst landsbyggðarsveita varð sveit Njarðvíkurskóla leidd áfram af Sóloni Siguringasyni sem gerði sér lítið fyrir og vann allar sínar skákir. Tvær sveitir af Suðurlandi tóku þátt sem er mikið fagnaðarefni enda sveitir frá Kópavogi og Reykjavík verið hvað mest fyrirferða miklar síðustu árin. Enn er þó mikið verka að vinna til að fjölga landsbyggðarsveitum.

Borðaverðlaunahafar

 

Liðsmenn Hörðuvallaskóla fengu allir borðaverðlaun. Það gerði áðurnefndur Sólon einnig sem og ungur piltur í Vatnsendaskóla. Sá heitir Tómas Möller, er í öðrum bekk og fannst eðlilegast að fá níu vinninga af níu um helgina á fjórða borði. Þá fékk efnilegur piltur úr Smáraskóla, Steinþór Örn, átta vinninga af níu á öðru borði og þar með borðaverðlaun.

20160410_131045

 

Rimaskóli blandaði sér ekki í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn að þessu sinni en náði þó frábærum árangri. Þannig urðu b-d sveitir skólans efstar b-d sveita og sýnir það þá miklu breidd skákmanna sem einkennir skákstarf skólans. Lítill getumunur virtist vera á sveitum skólans enda vann b-sveitin a-sveitina 4-0 í fyrstu umferð! Sannarlega öflugur og jafnur hópur skákkrakka sem Helgi Árnason hefur komið upp.

Íslandsmeistarar Hörðuvallaskóla

 1. Vignir Vatnar Stefánsson 9v/9!
 2. Stephen Briem 8v/9
 3. Sverrir Hákonarson 8v/9
 4. Arnar Milutin Heiðarsson 9v/9!

Varamenn: Óskar Hákonarson og Benedikt Briem

Liðsstjóri: Gunnar Finnsson

Silfurlið Ölduselsskóla

 1. Óskar Víkingur Davíðsson
 2. Misha Kravchuk
 3. Stefán Orri Davíðssoon
 4. Birgir Logi Steinþórsson

Varamaður: Baltasar Máni Wedholm

Liðsstjóri: Björn Ívar Karlsson

Bronslið Álfhólsskóla

 1. Róbert Luu
 2. Halldór Atli Kristjánsson
 3. Ísak Orri Karlsson
 4. Alexander Bjarnþórsson

Liðsstjóri Lenka Ptacnikova

Lokastaðan

mánudagur 24 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is