Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
07.04.16
Ađalfundur SÍ 2016
Ađalfundur SÍ 2016...

Aðalfundur SÍ 2016

7. maí 2016

Til aðildarfélaga Skáksambands Íslands

Reykjavík, 7. apríl 2016

 

FUNDARBOÐ

Stjórn Skáksambands Íslands boðar hér með til aðalfundar Skáksambandsins í samræmi við 8. gr. laga S.Í.

Fundurinn verður haldinn laugardaginn 7. maí nk. kl. 10.00 fyrir hádegi í Faxafeni 12, Reykjavík.

Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórn Skáksambandsins sendir ennfremur með fundarboðinu gögn varðandi skrá yfir fullgilda félagsmenn aðildarfélaga S.Í.  Stjórnir aðildarfélaganna eru vinsamlegast beðnar að útfylla skrár þessar vandlega og senda þær Skáksambandi Íslands í pósth. 8354, 128 Reykjavík eða á netfang skaksamband@skaksamband.is fyrir 23. apríl 2016.

 Bréf þetta er sent ásamt gögnum í samræmi við 9. gr. laga S.Í., en sú grein hljóðar svo:

Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi á hvert félag eitt atkvæði enda hafi það a.m.k. 10 félagsmenn með lögheimili á Íslandi í Keppendaskrá Skáksambandsins tveim vikum fyrir aðalfund.  Eitt atkvæði bætist við hjá félagi fyrir hverja sveit sem það sendir í Íslandsmót skákfélaga það árið. Við atkvæðagreiðslu um kjörbréf í upphafi fundar skal gilda sú regla, að hvert félag fari ekki með fleiri atkvæði en það hafði á aðalfundi árið áður.  Enginn fulltrúi getur farið með meira en eitt atkvæði á fundinum.  Við atkvæðagreiðslur á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða, nema um þau mál sem sérstaklega eru tilgreind í þessum lögum.

Einnig skal bent á 6. grein:

Standi aðildarfélag í gjaldfallinni skuld við sambandið hefur það ekki rétt til að eiga fulltrúa á aðalfundi.  Skákdeildir í félögum geta átt aðild að sambandinu, enda hafi þá minnst 10 menn bundist slíkum samtökum.  Heimilt er tveimur eða fleiri aðildarfélögum í sama landshluta að stofna með sér svæðissamband.

Taflfélögunum gefst kostur á að birta stutta skýrslu um starfsemi sína á síðasta starfsári í árrsskýrslu Skáksambands Íslands.  Hafi félögin áhuga á þessu þarf efni að hafa borist skrifstofu S.Í. í síðasta lagi 23. apríl 2016.

Hjálagt:  Lagabreytingatillögur.

Virðingarfyllst,

SKÁKSAMBAND ÍSLANDS

Lagabreytingatillögur og önnur viðhengi má finna hér.

ţriđjudagur 18 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is