Fréttir
06.04.16
Fjórar íslenskar stúlkur tefla á NM stúlkna
Fjórar íslenskar stúlkur taka þátt í Norðurlandamóti stúlkna sem fram fer í Alta í Norður-Noregi í dagana 28. apríl - 1. maí. Það eru:
B-flokkur (16 ára og yngri)
- Nansý Davíðsdóttir
- Svava Þorsteinsdóttir
C-flokkur (12 ára og yngri)
- Freyja Birkisdóttir
- Batel Goitom Haile
Ekki tókst að senda stúlku í a-flokkinn (20 ára og yngri) þrátt fyrir þremur íslenskum stúlkum hafi verið boðið að tefla fyrir Íslands hönd.
Liðsstjóri hópsins verður Björn Ívar Karlsson.