Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
04.04.16
Ný reglugerđ um val keppenda á HM og EM ungmenna
Ný reglugerđ um val...

Stjórn SÍ hefur sett nýja reglugerð um val keppenda á HM og EM ungmenna. Verður stuðst við reglugerðina þegar til þess kemur að velja fulltrúa Íslands á EM ungmenna sem fram fer í Prag 17.-28. ágúst nk.

Eldri reglum er breytt í nokkrum veigamiklum atriðum

  • Stuðst er við alþjóðleg skákstig - ekki íslensk skákstig
  • Ekki er lengur tekin punktstaða á stigum - heldur má horfa á hæstu skákstig síðustu sex mánaða.
  • Bætt er við nýjum flokki - efri afreksmörkum.
  • Til staðar er þrenn mörk og miðast þau við:
    • Efri afreksmörk - ef líklegt er að keppandi endi í efsta fjórðungi mótsins (SÍ greiðir allan kostnað)
    • Afreksmörk - ef líklegt er að keppandi endi í efri helmingi mótsins (SÍ greiðir helming kostnaðar)
    • Lágmörk - ef líklegt er að keppandi endi ofar en í neðsta fjórðungi mótsins (Keppandi greiðir allan kostnað

Til hliðjónar við afreks- og lágmörk er horft á keppendalista á HM og EM ungmenna 2015. Afreks- og lágmörk skulu endurskoðuð árlega.

Reglugerðina í heild sinni má nálgast á heimasíðu SÍ.

mánudagur 24 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is