Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
04.04.16
Jóhann Ingvason sigurvegari áskorendaflokks
Jóhann Ingvason...

Jóhann Ingvason (2171) var sigurvegari áskorendaflokks Íslandsmótsins í skák sem fram fer í Stúkunni við Kópavogsvöll dagana 22. mars - 2. apríl 2016.

FIDE-meistarinn Davíð Kjartansson (2348)  fylgir Jóhanni í landsliðsflokk. Fyrir umferðina voru fimm keppendur jafnir í 2.-6. sæti með 5,5 vinning og ljóst að einhver þeirra fengi sætið. Af þessum fimm keppendum unnu aðeins tveir, þ.e. Lenka Ptácníková (2192) vann forystusauðinn Jóhann Ingvason (2171) og Davíð sem hafði sigur gegn Jóni Trausta Harðarsyni (2058).

Dagur Ragnarsson (2243) og Oliver Aron Jóhannesson (2177), sem höfðu 5,5 vinninga, gerðu jafntefli í innbyrðis skák og Björgvin Víglundsson (2164), sem einnig hafði 5,5 vinning, tapaði fyrir Vigni Vatnari Stefánssyni (2228). Eftir stóðu því aðeins Lenka og Davíð.

Davíð hafði svo annað sæti eftir stigaútreikning og sæti í landsliðsflokki sem fram fer á Seltjarnarnesi 31. maí - 11. júní nk.

Lokastöðuna má finna á Chess-Results.

mánudagur 24 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is