Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
28.05.15
Héđinn Steingrímsson Íslandsmeistari í skák
Héđinn...

Héðinn Steingrímsson er Íslandsmeistari í skák 2015 eftir sannfærandi sigur á Hjörvari Steini Grétarssyni í lokaumferð Íslandsmótsins sem fram fór við glæsilegar aðstæður í Háuloftum í Hörpu 14.-24. maí sl.

Héðinn hlaut 9½ í 11 skákum sem er frábært skor í svo sterku móti. Frammistaða hans samsvaraði 2763 skákstigum og hækkar hann um 29 skákstig fyrir hana. Héðinn vann sjö síðustu skákirnar!

Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill Héðins. Hann vann fyrst mótið árið 1990, sem þá fór fram í Höfn í Hornafirði, þá aðeins 15 ára. Það er met sem enn stendur og verður seint slegið. Hann endurtók leikinn árið 2011 á Eiðum.

Hjörvar Steinn hlaut 8 vinninga og varð annar. Mjög góður árangur hjá Hjörvari einnig. Átta vinningar hafa oft dugað til vinnings á Íslandsmótinu en svo varð ekki í ár.

Hannes Hlífar Stefánsson og Jón L. Árnason urðu jafnir í 3.-4. sæti með 6½ vinning. Mjög góður árangur hjá Jóni sem var að tefla á sínu fyrsta Íslandsmóti í 24 ár! Hannes, sem er sigursælastur allra í sögu Íslandsmótanna með 12 titla, hefði örugglega viljað gera betur. Hann var þó sá eini sem vann Héðin.

Einar Hjalti Jensson varð fimmti með 5½ vinning. Afar góður árangur hjá honum sem tryggði sér þar með sinn lokaáfanga að alþjóðlegum meistaratitli.

Lokaröð keppenda:

1. Héðinn Steingrímsson 9½ v.
2. Hjörvar Steinn Grétarsson 8 v.
3.-4. Hannes Hlífar Stefánsson og Jón L. Árnason 6½ v.
5. Einar Hjalti Jensson 5½ v.
6. Björn Þorfinnsson 5 v.
7.-8. Guðmundur Kjartansson og Henrik Danielsen 4½ v.
9.-12. Lenka Ptácníková, Jóhann Hjartarson, Björn Þorfinnsson og Sigurður Daði Sigfússon 4 v.

Yfirdómari mótsins var Stefán Bergsson. Honum til aðstoðar við skákstjórn voru Gunnar Björnsson og Steinþór Baldursson. Sá síðarnefndi hélt jafnframt utan um beinar útsendingar. Ingvar Þór Jóhannesson sá um vefsíðu mótsins.

Nánar um mótið á heimasíðu mótsins.

mánudagur 17 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is