Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
15.04.15
Sterkasta Íslandsmótiđ - Jóhann og Jón L. taka ţátt!
Sterkasta...


Íslandsmótið í skák fer fram í Háuloftum í Hörpu dagana 14.-24. maí. Mótið nú er það sterkasta sem fram hefur farið! Alls taka átta stórmeistarar þátt og hafa aldrei verið fleiri. 

Jóhann Hjartarson tekur þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti í 18 ár en hann tók síðast þátt árið 1997 og vann þá sigur. Enn lengra er síðan Jón L. Árnason tók þátt eða 24 ár en Jón tefldi síðast árið 1991! Síðasta kappskákmót Jóns, að liðakeppnum undanskyldum, var Afmælismót Friðriks Ólafssonar árið 1995 - fyrir 20 árum síðan!

Af tólf keppendum hafa sjö hampað Íslandsmeistaratitlinum. Fulltrúi kvenfólksins er margfaldur Íslandsmeistari kvenna. 

Keppendalistinn er sem hér segir:

 1. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2590)
 2. GM Jóhann Hjartarson (2566)
 3. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2560)
 4. GM Héðinn Steingrímsson (2532)
 5. GM Henrik Danielsen (2520)
 6. GM Jón L. Árnason (2499)
 7. GM Stefán Kristjánsson (2489)
 8. IM Guðmundur Kjartansson (2471)
 9. IM Bragi Þorfinnsson (2416)
 10. GM Þröstur Þórhallsson (2415)
 11. FM Sigurður Daði Sigfússon (2319)
 12. WGM Lenka Ptácníková (2270)

Ítarlega verður fjallað um mótið þegar nær dregur.

Heimasíða mótsins.

mánudagur 24 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is