Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
07.04.15
Lenka Íslandsmeistari kvenna
Lenka...

Lenka Íslandsmeistari kvenna

Hjörvar sigurvegari áskorendaflokks

Stefán Orri sigurvegari opins flokks


Úrslit og staða (áskor)Úrslit og staða (opinn)
Skákir áskorendaflokks

Myndaalbúm

Lenka Ptácníkóvá

Hjörvar Steinn Grétarsson (2554) sigraði í áskorendaflokki Íslandsmótsins í skák sem fram fór 27. mars - 5. apríl í húsnæði Taflfélag Reykjavíkur.  Guðmundur Gíslason (2311), sem vann varð annar og fær því keppnisrétt í landsliðsflokki að ári ásamt Hjörvari. Lenka Ptácníková (2242) varð Íslandsmeistari kvenna.

Það var góður endasprettur Guðmundar sem lagði grunn af silfrinu og sæti í landsliðsflokki en hann vann þrjár síðustu skákirnar. Toppaði á hárréttum tíma!

Elsa María Kristínardóttir (1875), sem átti afar gott mót, varð önnur á Íslandsmóti kvenna með 5,5 vinning. Tinna Kristín Finnbogadóttir (1950) og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1571) urðu jafnar í 3.-4. sæti með 5 vinninga. Frammistaða Veroniku var afar góð. 

Lokastaða efstu manna:

 • 1. Hjörvar Steinn Grétarsson (2554) 7,5 v.
 • 2. Guðmundur Gíslason (2321) 7 v.
 • 3. Davíð Kjartansson (2364) 6,5 v.
 • 4.-8. Lenka Ptácníková (2242), Jón Trausti Harðarson (2170), Dagur Ragnarsson (2347), Haraldur Baldursson (1971) og Stefán Bergsson (2063) 6 v.
 • 9.-11. Oliver Aron Jóhannesson (2212), Björn Hólm Birkisson (1845) og Elsa María Kristínardóttir (1875) 5,5 v.

Staðan á Íslandsmóti kvenna:

 • 1. Lenka Ptácníková (2242) 6 v.
 • 2. Elsa María Kristínardóttir (1875) 5,5 v.
 • 3.-4. Tinna Kristín Finnbogadóttir (1950) og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1571) og  4 v. 

Lokastaðan í opnum flokki:

 • 1. Stefán Orri Davíðsson (1038) 6 v. af 7
 • 2. Hjörtur Kristjánsson 4,5 v.
 • 3.-5. Freyja Birkisdóttir (1000), Birkir Ísak Jóhannsson og Alexander Már Bjarnþórsson (1000)  4 v.

Að lokum skulum við skoða hverjir hækka mest á stigum á mótinu. 

 1. Aron Þór Mai (+81)
 2. Björn Hólm Birkisson (+64)
 3. Andri Freyr Björgvinsson (+45)
 4. Óskar Víkingur Davíðsson (+36)
 5. Héðinn Briem (+32)
 6. Óskar Long Einarsson (+29)
 7. Stefán Bergsson (+20)
 8. Veronika Steinunn Magnúsdóttir (+17)
 9. Hjálmar Sigurvaldason (+16)
 10. Vignir Vatnar Stefánsson (+16)
mánudagur 24 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is