Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
10.11.14
Jón Kristinn og Nansý Íslandsmeistarar
Jón Kristinn og...

Íslandsmót 15 ára og yngri og 13 ára og yngri fór fram í Rimaskóla 8. og 9. nóvember. Jón Kristinn Þorgeirsson (2059) vann mjög öruggan sigur á mótinu en hann alla andstæðinga sína níu að tölu! Jón varði því titilinn sem hann vann í fyrra. Nansý Davíðsdóttir (1641), sem varð í fjórða sæti, varð efst keppenda 13 ára og yngri og varð þar með Íslandsmeistari í þeim aldursflokki.

Gauti Páll Jónsson (1843) varð í öðru sæti með 7 vinninga. Nansý, Dawid Kolka (1829), og tvíburabræðurnir Björn Hólm (1856) og Bárður Örn Birkissynir (1736) urðu í 3.-6. sæti með 6,5 vinning. Gauti og Dawid hlutu silfur og brons í 15 ára og yngri.

P1030165

Vignir Vatnar Stefánsson (1959), sem hlaut 6 vinninga, varð annar á Íslandsmóti 13 ára og yngri. Róbert Luu (1323), sem einnig hlaut 6 vinninga tók þriðja sæti. Aron Þór Mai (1294) fékk jafnmarga vinninga en færri stig.

Mótshaldið tókst afar vel en aðstæður í Rimaskóla eru afar góðar. Skákstjórn önnuðust Stefán Bergsson og Gunnar Björnsson.

Nánar á Skák.is.

mánudagur 24 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is