
Afar vel heppnað alþjóðlegt skákstjóranámskeið fór fram síðustu helgi í húsnæði Skáksambands Íslands. Tíu áhugasamir tóku þátt í námskeiðinu. Kennarar voru Dr. Hassan Khalad og Omar Salama. Námskeiðinu lauk með prófi og nái menn prófinu þurfa þeir aðeins þrjú viðurkennd skákmót til að fá útnefningu sem FA-dómarar.
Nemendur voru afskaplega ánægðir með námskeiðið eins og eftirfarandi ummæli segja:
Áslaug Kristjánsdóttir
Takk fyrir fróðlegt og skemmtilegt námskeið!
Kristján Örn Elíasson
Glæsilegt!
Tek undir með þér; fróðlegt og skemmtilegt námskeið.
Takk fyrir mig.
Valgarð Ingibergsson
Afar fróðlegu og skemmtilegu skákstjóranámskeiði lauk í kvöld , en það var haldið í húsakynnum skáksambandsins . Ég vil hér með þakka þeim fyrir er stóðu að þessu sem og öðrum þátttakendum.