Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
17.06.14
Dagur Ragnarsson sigrađi á Meistaramóti Skákskóla Íslands
Dagur Ragnarsson...

Dagur Ragnarsson sigraði á Meistaramóti Skákskóla Íslands sem fram fór 6.-8. júní 2014. Dagur vann Felix Steinþórsson í lokaskákinni og hlaut því 6 ½ vinning af 7 mögulegum. Skák hans við Felix var lengi vel jafnteflisleg og jafnteflisúrslit hefðu þýtt að til einvígis hefði komið milli Dags og helsta keppinautar hans Olivers Aron Jóhannessonar sem vann Bárð Birkisson í lokumferðinni. En Felix missti peð í hróksendatafli, þar sem báðir áttu tvö peð, og gafst upp enda var staðan þá vonlaus. Dagur og Oliver Aron, sem varð í 2. sæti höfðu nokkra yfirburði yfir aðra keppendur en í 3. sæti kom Birkir Karl Sigurðsson með 4 ½ vinning og Gaut Páll Jónsson varð í 4. sæti einnig með 4 ½ vinning.

Fjölmargir skákmenn fengu 4 vinninga en meðal þeirra var Akureyringurinn Símon Þórhallsson hæstur á stigum var og var hann úrskurðaður i 5. sæti sem var verðlaunasæti.

1. verðlaun í flokki 12 ára og yngri hlaut Hilmir Freyr Heimisson en í 2. sæti varð Vignir Vagnar Stefánsson og í 3. sæti Felix Steinþórsson. Við mótslit þakkaði Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands keppendum fyrir þátttökuna en mótið fór fram i sannkallaðri bongóblíðu. Helgi vék að góðri frammistöðu bræðranna Bárðar Arnar og Björns Hólm en systir þeirra Freyja Birkisdóttir var einnig með í mótinu en hún er aðeins átta ár gömul. Allir keppendur 9 ára og yngri fengu sérstaka viðurkenningu fyrir þátttökuna.

mánudagur 24 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is