
Á aðalfundi Skáksambandsins 10. maí sl. var Skáksambandinu færð merkileg gjöf. Gjöfina færði Markús Möller. Um var að ræða bikar sem Baldur Möller, faðir Markúsar, vann í Örebro í Svíþjóð 1948. Bikarinn er sérstaklega merkilegur fyrir þá sakir að þá vann Baldur Norðurlandamótið í skák. Það var fyrsti sigur Íslendings á alþjóðlegu skákmóti fyrr og síðar.
Gunnar Björnsson, tók við bikarnum fyrir hönd Skáksambandsins og þakkaði Markúsi kærlega fyrir. Að því loknu hélt Guðmundur G. Þórarinsson, snjalla og stutta ræðu um áhrif Baldurs á íslenskt skákklíf.
Skáksamandið vill þakka Markúsi og öðrum afkomendum Baldurs fyrir þessa fallegu gjöf