Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Fréttir
30.05.11
Ađalfundur SÍ 28.mai 2011
Ađalfundur SÍ...
Gunnar Björnsson endurkjörinn forseti Skáksambandsins – Gylfi Þórhallsson gerður að heiðursfélaga

Gunnar Björnsson, Gylfi Þórhallsson og Stefán Bergsson stjórnarmaður í Skáksambandinu og félagi í Skákfélagi Akureyrar. Stefán flutti kveðju til Gylfa frá félaginu í tilefni útnefningar hans.

Gunnar Björnsson var endurkjörinn forseti Skáksambands Íslands á átakalitlum aðalfundi þess sem haldinn var laugardaginn 28. maí. Hann hefur verið forseti síðan 2009.  Gylfi Þórhallsson var kjörinn heiðursfélagi Skáksambands Íslands fyrir frábært starf í gegnum tíðina. Gylfi hefur verið 27 ár í stjórn Skákfélags Akureyrar, þar af 15 ár sem formaður. Hann hefur verið kjördæmisstjóri Norðurlands eystra í skólaskák, stýrt ýmsum mótum fyrir norðan og má þar nefna m.a. nokkur alþjóðleg skákmót. Aðalfundarmenn stóðu upp fyrir Gylfa allir sem einn og gáfu honum verðskuldað lófaklapp.

Í upphafi fundarins fór forseti Skáksambandins yfir helstu þætti starfsemi þess á liðnu ári.  Nefndi hann m.a. mjög vel heppnað Reykjavíkurskákmót, góða frammistöðu íslensku landsliðanna á Ólympíuskákmótinu, Íslandsmeistaratitil Héðins Steingrímsson á Eiðum á Austurlandi og fjóra Norðurlandameistaratitla sem komu í hús á liðnu starfsári. 

Einnig var farið yfir það sem er framundan á komandi starfsári.  Má þar nefna Reykjavíkurskákmótið en vinna í kringum það er þegar hafin, EM landsliða, EM ungmenna og Norðurlandamót öldunga sem fram fer í Reykjavík í september n.k.   

Farið var yfir reikninga félagsins, en afkoman á liðnu ári var góð og skilaði sambandið tæpri milljón í hagnað þrátt fyrir Ólympíuskákmót og Reykjavíkurskákmót. 

Gunnar var endurkjörinn forseti með lófaklappi.  Með honum í aðalstjórn voru eftirtalin sjálfkjörin: Eiríkur Björnsson, Halldór Grétar Einarsson, Helgi Árnason, Ingibjörg Edda Birgisdóttir Róbert Lagerman og Stefán Bergsson.  Í varastjórn voru kjörin: Pálmi R. Pétursson, Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Þorsteinn Stefánsson og Haraldur Baldursson. 

Tillaga forseta um að stefna að því að endurvekja Tímaritið Skák í prentuðu formi var samþykkt og vísað til stjórnar til frekari vinnu.

mánudagur 17 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...
Fréttir frá Skák.is