Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Reykjavíkurskákmót í 50 ár

Nánar hér.


Íslandsmótið í skák 2015

27. mars - 5. apríl

Félagsheimili TR


Áskorendaflokkur

Íslandsmót kvenna

Opinn flokkur


Landsliðsflokkur 2015 verður haldinn í Háuloftum í Hörpu dagana 14.-24. maí nk. Nánar kynntur í apríl.


Áskorendaflokkur 2015

Úrslit á Chess-Results.

Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák fer fram um páskana, 27. mars – 5. apríl nk. Teflt er húsnæði Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12. Tefldar verða níu umferðir eftir svissneska kerfinu. Mótið verður jafnframt Íslandsmót kvenna.

Einnig verður teflt í opnum flokki sem verður opinn fyrir skákmenn með 1600 skákstig eða minna. Keppendur með minna en 1600 skákstig geta valið á milli flokka.

Í áskorendaflokki verða tefldar níu umferðir en í opnum flokki verða tefldar sjö umferðir. Opnum flokki lýkur á föstudeginum langa. 

Verðlaun í áskorendaflokki eru sem hér segir: 

 1. 75.000 kr.
 2. 45.000 kr.
 3. 30.000 kr. 

Tveir efstu menn ávinna sér keppnisrétt í landsliðsflokki 2016.

Verðlaun á Íslandsmóti kvenna eru sem hér segir:

 1. 75.000 kr.
 2. 45.000 kr.
 3. 30.000 kr.

Verðlaun í opnum flokki: 

 1. Þrjár skákbækur hjá bóksölu Sigurbjörns
 2. Tvær skákbækur hjá bóksölu Sigurbjörns
 3. Skákbók hjá bóksölu Sigurbjörns. 

Auk þess verði sérstök stigaverðlaun fyrir þá sem hafa minna en 1200 stig í opnum flokki. 

Verðlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verðlaunasætum í áskorendaflokki. Tvö efstu sætin gefa keppnisrétt í landsliðsflokki að ári. Séu menn jafnir ræður stigaútreikningur (nánar í mótsreglum hér að neðan). Í opnum flokki gildir stigaútreikningur um verðlaunsæti.  

Skráning

Þátttökugjöld eru 5.000 kr. Unglingar 15 ára og yngri (1999 og síðar) og F3-félagar fá 50% afslátt. 

Í opnum flokki (sem eingöngu fyrir opinn fyrir þá sem hafa 1600 skákstig eða minna) eru þátttökugjöld fyrir alla kr. 2.000. 

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Þátttökugjöld greiðist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir mót. Einnig er hægt að greiða á skákstað við upphaf umferðar.

Upplýsingar um þegar skráða keppendur má finna hér.

Tímamörk

Áskorendaflokkur: 90 mínútur + 30 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúnda viðbótartími eftir hvern leik.

Opinn flokkur: 60 mínútur auk 30 sekúnda viðbótartími eftir hvern leik.

Dagskrá: 

 1. umferð, Föstudagurinn, 27. mars, kl. 18 
 2. umferð, Laugardagurinn, 28. mars, kl. 10
 3. umferð, Laugardaginn, 28. mars, kl. 16 
 4. umferð, þriðjudaginn 31. mars, kl. 18
 5. umferð, miðvikudaginn, 1. apríl, kl. 18
 6. umferð, föstudagurinn (langi), 3. apríl, kl. 10
 7. umferð, föstudagurinn (langi), 3. apríl, kl. 16
 8. umferð, laugardagurinn, 4. apríl, kl. 14
 9. umferð, sunnudagurinn, 5. apríl, kl. 14

Opinn flokkur klárast föstudaginn 3. apríl.

Nánari mótreglur

Ef tveir eða fleiri eru jafnir í sæti mun stigaútreikningur ráða ferð.

Nánar um útreikninginn:

 • Samanlagðir vinningar allra andstæðinga lagðir saman nema þess stigalægsta
 • Samanlagðir vinningar allra andstæðinga lagðir saman.
 • Samanlagðir vinningar allra andstæðinga lagðir saman nema tveggja stigalægstu
 • Innbyrðis úrslit  þeirra sem eru jafnir
 • Sonneborn-Berger
 • Hlutkesti

Jafnteflisreglur 

Takmarkanir eru settar á jafnteflisboð. Hún gengur út á það að ekki er heimilt að bjóða jafntefli fyrr en báðir keppendur hafa leikið 30 leiki. Á því má gera undantekningar sé þráteflt en þá verður að stöðva klukku, kalla á skákstjóra og koma með jafntefliskröfu. 

Yfirseta

Hægt er að taka tvær yfirsetur  í umferðum 1-6 og fá fyrir hana hálfan vinning. Óska þarf eftir yfirsetunni með góðum fyrirvara og fylla út eyðublað þess efnis hjá skákstjóra.

mánudagur 30 mars 03 2015
Nýjustu fréttir
Reykjavíkurskákmót...
Eins og kunnugt er hefur Skáksamband Íslands ráðist í ritun...
Jón Kristinn og...
Íslandsmót 15 ára og yngri og 13 ára og yngri fór fram í...
Örn Leó...
Örn Leó Jóhannsson varð unglingameistari Ísland (u20) en...