Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 

 

Íslandsmót barnaskólasveita (1.-3. bekkur)

Skákhöll TR  - Faxafeni 12

25. febrúar 2017

Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekk 2017 fer fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, laugardaginn 25. febrúar nk. 

Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími 8+2 á hvern keppenda. Mótið hefst kl. 14 og áætlað er að því ljúki með verðlaunaafhendingu um kl 17:00.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit - en hver sveit er skipuð fjórum nemendum 1.-3. bekkjar (auk allt að fjögurra varamanna)

Þátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit. Þó ekki hærri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla.

Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjár sveitirnar og einnig efstu b-e sveitir.

Einnig borðaverðlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borði. 

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst).

Upplýsingar um þegar skráðar sveitir má finna hér.


Íslandsmót skákfélaga 2016-17 (síðari hluti)

Rimaskóla

2.-4. mars 2017

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 2.3. – 4.3.mars nk.  Mótið fer fram í Rimaskóla, Reykjavík.  Keppnin hefst (eingöngu í 1.deild) kl. 19.30 fimmtudaginn 2. mars.  Aðrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 3. mars  kl. 20.00 og síðan  laugardaginn 4. mars. kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. 

Þau félög sem enn skulda þátttökugjöld þurfa að gera upp áður en seinni hlutinn hefst.

Vakin er athygli á nýrri grein í reglugerð.  Taflfélög í 1. deild eru beðin að tilkynna til SÍ nöfn skákstjóra sinna. 

 1. gr.

Framkvæmdanefnd Íslandsmóts skákfélaga, sem skipuð er af stjórn Skáksambands Íslands, ákveður töfluröð og skipar skákstjóra og umsjónarmenn Íslandsmóts skákfélaga.  Öllum taflfélögum, sem eiga sveitir í 1. deild, ber að útvega einn skákstjóra.

Mótið á Chess-Results.Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák 2017

Breiðabliks-stúkunni

1.-9. apríl 2017


Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák fer  1.-9. apríl nk. Teflt er í Breiðabliks-stúkunni í Kópavogi. Tefldar verða níu umferðir eftir svissneska kerfinu.

Verðlaun í áskorendaflokki eru sem hér segir: 

 1. 75.000 kr.
 2. 45.000 kr.
 3. 30.000 kr. 

Verðlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verðlaunasætum í áskorendaflokki. Tvö efstu sætin gefa keppnisrétt í landsliðsflokki í ár sem fram fer á Hafnarfirði, 9.-20. maí nk.

Séu menn jafnir ræður stigaútreikningur.

Skráning

Þátttökugjöld eru 5.000 kr. Unglingar 15 ára og yngri (2000 og síðar) fá 50% afslátt. F3-félagar fá frítt í mótið.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Þátttökugjöld greiðist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir mót.

Upplýsingar um þegar skráða keppendur má finna hér.

Tímamörk

Áskorendaflokkur: 90 mínútur + 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúnda viðbótartími eftir hvern leik.

Opinn flokkur: 30 mínútur auk 30 sekúnda viðbótartími eftir hvern leik.

Dagskrá: 

 1. umferð, laugardagurinn, 1. apríl, kl. 13:00
 2. umferð, sunnudagurinn, 2. apríl, kl. 13:00
 3. umferð, mánudagurinn, 3. apríl, kl. 18:30
 4. umferð, þriðjudagurinn, 4. apríl, kl. 18:30
 5. umferð, miðvikudagurinn, 5. apríl, kl. 18:30
 6. umferð, fimmtudagurinn, 6. apríl, kl. 18:30
 7. umferð, föstudagurinn, 7. apríl, kl. 18:30
 8. umferð, laugardagurinn, 8. apríl, kl. 13:00
 9. umferð, sunnudagurinn, 9. apríl, kl. 13:00

Jafnteflisreglur 

Takmarkanir eru settar á jafnteflisboð. Hún gengur út á það að ekki er heimilt að bjóða jafntefli fyrr en báðir keppendur hafa leikið 30 leiki. Á því má gera undantekningar sé þráteflt en þá verður að stöðva klukku, kalla á skákstjóra og koma með jafntefliskröfu. 

Yfirseta

Hægt er að taka tvær yfirsetur í umferðum 1-6 og fá fyrir hana hálfan vinning. Óska þarf eftir yfirsetunni með góðum fyrirvara og fylla út eyðublað þess efnis hjá skákstjóra.

Þegar skráðir keppendur


Nýjar styrkjareglur

Nýjar styrkjareglur hafa tekið gildi og gilda frá 1. janúar 2017.

Reglurnar má finna hér.

Umfjöllun um nýjar reglur má finna hér.

mánudagur 20 febrúar 02 2017
Nýjustu fréttir
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verður haldið laugardaginn 10....
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept...
Lenka...
Lenka Ptácníková (2136) varð í gær Íslandsmeistari...